Ný skýrsla um þorskrannsóknir    

Áfangaskýrsla um kortlagningu á gönguleiðum þorsks með gervitunglamerkjum er komin út

Í desember 2012 voru birtar í skýrslu fyrstu niðurstöður rannsóknar Laxfiska á þorski með gervitunglafiskmerkjum frá merkingum vorið 2012. Við erum stoltir af því frumkvöðlastarfi sem fólst í því að hefja þorskrannsóknir á veraldarvísu með þessari tækni og sérlega ánægðir með útkomuna. Tæknilega gekk verkefnið upp því öll átta merkin skiluðu af sér upplýsingum um ferðir þorskanna um gervitungl. Landfræðilegra upplýsinga um ferðir þorskanna er aflað án þess að þörf sé á að endurveiða þá til að endurheimta rafeindafiskmerki þeirra. Það að upplýsingaöflunin sé ekki veiðiháð gerir meðal annars kleift að afla upplýsinga um ferðir fiskanna utan hefðbundinna veiðisvæða og um um afdrif þorska sem enda ævina í maga afræningja líkt og þorskurinn Jónas í hvalnum var dæmi um.  Laxfiskar vinna nú að því að útfæra og fjármagna framhald þessara rannsókna.

PSAT Tags Pop-Up for Cod 1-7 Icelandic research Laxfiskar 2012

Skýrslan er á eftirfarandi slóð: Kortlagning á gönguleiðum þorsks

 

Hvalur gleypti þorsk með gervitunglamerki

Merkið skráði ætishegðun hvalsins í mánuðCod and spermwhale diving pattern Iceland cod project Copyright laxfiskar.is

Gögn frá einu af gervitunglamerkjunum sem rannsóknafyrirtækið Laxfiskar festi á þorska í apríl s.l. sýndu að þegar þorskurinn hafði borið merkið í tæpa fimm mánuði var hann étinn af hvali (búrhvali). Merkið var í hvalnum í rúman mánuð þar til hann skilaði því frá sér og það flaut upp á yfirborðið. Nokkrum dögum seinna hófust svo sendingar frá merkinu upp í gervitungl, samkvæmt áætlun.

Merkið hafði safnað gögnum samfellt allan tímann síðan það var sett á þorskinn um vorið þar með talið á meðan það var í hvalnum. Það gefur einstakar upplýsingar um hegðun hvalsins yfir þennan mánaðartíma.
Nánar...

Gervitunglamerki sýna ferðir íslenskra þorska

Þorskurx Alternate -Pop-up satellite tag 2012 Iceland Cod Project Copyright Laxfiskar.is -17

Rannsóknafyrirtækið Laxfiskar og samstarfsaðilar hafa tekið í notkun nýja tækni sem gerir kleift að fylgjast með ferðum þorska. Tæknin byggir á fiskmerkjum sem senda upplýsingar um ferðir fiskanna um gervitungl. Þannig fást gögn um hegðun og umhverfi fiskanna án þess að endurveiða fiskana sem er nýjung í þorskrannsóknum. Slík gögn gefa meðal annars nákvæmar landfræðilegar upplýsingar um ferðir þorsksins utan veiðisvæða.

Fyrstu niðurstöður rannsókna sem hófust í vor lofa góðu. Vænir hrygningarfiskar sem merktir voru í Faxaflóa hafa m.a. komið fram bæði sunnan við land og norðan, allt að 600 km frá merkingarstaðnum.

Fundur til kynningar á rannsókninni og niðurstöðum frá rannsóknum á ýsu og steinbíti í Hvalfirði verður haldinn þriðjudaginn 6. nóvember kl. 15.00, í Víkinni – Sjóminjasafninu, Grandagarði 8 á 1.hæð og er öllum opinn.
Nánar...

Víðfeðm kynning á Þingvallaurriðanum

thingvallaurridi -laxfiskar- visindavaka 2011-copyright-arnaldur halldorsson

Þetta haustið hafa niðurstöður rannsókna Laxfiska á Þingvallaurriðanum verið kynntar víða með veglegum hætti. 

 

Sú kynning endurspeglar sívaxandi áhuga fólks á þessum konungi íslenskra ferskvatnsfiska og lífsháttum hans. Í lok þessarar fréttar er að finna fróðlegar myndir og myndskeið frá urriðagöngunni á Þingvöllum síðastliðinn laugardag.  

 

Umrædd fræðsla hófst þegar þrír stórurriðar úr Öxará fóru í Háskólabíó í áliðnum september þar sem þeir lögðu sín lóð á vogarskálar Vísindavöku Rannís og vottuðu um leið Háskóla Íslands virðingu sína á 100 ára afmæli skólans. Þar dvöldu urriðarnir í fiskabúri gestum sýningarinnar til ánægju en nóttina eftir tóku þeir að nýju til við hrygningu í Öxaránni. Hér fylgir mynd frá bíóferð urriðafélaganna.            

Nánar...

Urriðadans á Þingvöllum 2011

Laugardaginn 15. október kl. 14:00  verður hin árlega fræðsluganga Urriðadans á vegum Þjóðgarðsins á Þingvöllum og LaxfiskUrridahrygna-Brown_Trout-Copyright-Laxfiskar.isa.

Gangan verður að vanda í umsjón Jóhannesar Sturlaugssonar hjá Laxfiskum og hefst klukkan14:00 á bílastæðinu þar sem Valhöll stóð.     

Nánar...

Síða 6 af 7

Skýrslur

 

 

  Laxfiskar ehf  

  Hraðastöðum 1

  271 Mosfellsbæ

 

  Netfang: johannes@laxfiskar.is

  Sími: 664 7080