- Sunday, 13 June 2021
Ocean distribution of Atlantic salmon mapped using pop-up satellite tags
Jóhannes Sturlaugsson
In June 2021 the paper „Redefining the oceanic distribution of Atlantic salmon" was published in Nature Scientific Reports. Based on the main findings of a international study led by Audun Rikardsen at Arctic University of Norway, the paper covers the marine distribution of Atlantic salmon and gives new important knowledge on some of the major environmental factors that influence the distribution and other behaviour of the salmon. Data was sampled by tagging salmon with pop-up satellite archival tags. Post-spawned salmon was tagged when they migrated to the ocean from seven European areas in Norway, Denmark, Ireland, Spain and Iceland. Maiden North American salmon was also captured and tagged at sea at West Greenland.
The salmon tagged in Iceland was tagged in spring 2011 by Johannes Sturlaugsson at the research company Laxfiskar. Johannes used pop-up satellite archival tags (PSATs) to map the ocean distribution of post-spawned salmon from river Laxa in Adaldal NE - Iceland.
In June 2021 the paper „Redefining the oceanic distribution of Atlantic salmon“ was published in Nature Scientific Reports. Based on the main findings of a international study led by Audun Rikardsen at Arctic University of Norway, the paper covers the marine distribution of Atlantic salmon and gives new important knowledge on some of the major environmental factors that influence the distribution and other behaviour of the salmon. Data was sampled by tagging salmon with pop-up satellite archival tags. Post-spawned salmon was tagged when they migrated to the ocean from seven European areas in Norway, Denmark, Ireland, Spain and Iceland. Maiden North American salmon was also captured and tagged at sea at West Greenland.
The salmon tagged in Iceland was tagged in spring 2011 by Johannes Sturlaugsson at the research company Laxfiskar. Johannes used pop-up satellite archival tags (PSATs) to map the ocean distribution of post-spawned salmon from river Laxa in Adaldal NE - Iceland.
Here below is a video showing the coverage of Kastljós (Spotlight) at The Icelandic National Broadcasting Service(RÚV) on the part of the study carried out in Iceland by Johannes Sturlaugsson/Laxfiskar.
- Friday, 14 May 2021
Forsvarsaðilar Hafrannsóknastofnunar sniðgengu lög og vandaða stjórnsýsluhætti er þeir notuðu og birtu í leyfisleysi óbirt rannsóknargögn Jóhannesar Sturlaugssonar / Laxfiska
Jóhannes Sturlaugsson
Í áliti sem Umboðsmaður Alþingis birti nýverið vegna kvörtunar á starfsháttum þáverandi forstjóra Hafrannsóknastofnunar og sviðsstjóra hjá sömu stofnun, er að finna áfellisdóm er tekur til þess skorts á vísindasiðferði sem þar var til umfjöllunar. Hafrannsóknastofnun varð uppvís að því að taka, nota og birta óbirt rannsóknargögn í eigu Jóhannesar Sturlaugssonar hjá Laxfiskum í desember 2018 án vitneskju hans eða leyfis. Um var að ræða arfgerðargögn frá eldislöxum úr Fífustaðadalsá í Arnarfirði og tilheyrandi upprunagreiningu þeirra. Í kjölfarið kvartaði eigandi gagnanna í byrjun janúar 2019 til Hafrannsóknastofnunar yfir þeim vinnubrögðum. Í því skyni að lenda þessu máli var forsvarsaðilum Hafrannsóknastofnunar síðan boðinn sá kostur að biðjast afsökunar á framferði sínu. En einnig þyrftu þeir að sjá til þess að þar sem gögnin voru birt af hálfu Hafró sem eigin gögn væru, þá væri tilgreint að þar væru um að ræða gögn Jóhannesar/Laxfiska. Skemmst er frá að segja að forsvarsaðilar Hafrannsóknastofnunar virtu ekki þá bón. Vegna umræddra starfshátta var kvartað til Umboðsmanns Alþingis sem tók málið til meðferðar og lauk því með áliti því sem birt var 30. apríl 2021. Að neðan er að finna hlekk á það álit Umboðsmanns Alþingis. Hér er við hæfi að nefna sérstaklega fimm atriði sem komið er inn á því áliti Umboðsmanns Alþingis (1-5):
1. Í áliti Umboðsmanns Alþingis kemur fram það ólögmæti og siðleysi sem fólst í því af hálfu forsvarsaðila Hafrannsóknastofnunar að nota og birta óbirt rannsóknargögn Jóhannesar Sturlaugssonar hjá Laxfiskum án hans leyfis.
2. Í áliti Umboðsmanns Alþingis er vikið orðum að tölvupóstum frá fyrrverandi forstjóra Hafrannsóknastofnunar til Jóhannesar Sturlaugssonar eiganda Laxfiska með vísun í innihald þeirra og með hliðsjón af reglum er gilda um hátterni opinberra starfsmanna (sbr. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 70/1996). Í því sambandi telur Umboðsmaður Alþingis rétt „að ítreka að Hafrannsóknastofnun og starfsmönnum hennar ber í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti að haga samskiptum sínum við þá sem til hennar leita með þeim hætti að gætt sé hlutleysis, sanngirni og fyllstu kurteisi í garð þeirra sem leita til stofnunarinnar með erindi sín.“
3. Í áliti Umboðsmanns Alþingis kemur fram að forsvarsaðilar Hafró biðjast ekki afsökunar á framferði sínu fyrr en eftir ítrekuð tilmæli þar að lútandi frá Umboðsmanni Alþingis.
4. Í áliti Umboðsmanns Alþingis kemur fram að forsvarsaðilar Hafró urðu ekki við þeirri beiðni að geta eiganda rannsóknargagnanna þar sem þau voru birt af þeirra hálfu sem eigin væru (í veffrétt og síðar í skýrslum).
5. Í áliti Umboðsmanns Alþingis kemur fram að þáverandi forstjóri Hafrannsóknastofnunar greindi Umboðsmanni Alþingis ranglega frá málavöxtum.
Álit Umboðsmanns (Mál. nr. 10358/2020) er að finna á eftirfarandi hlekk: https://www.umbodsmadur.is/alit-og-bref/mal/nr/8596/skoda/mal/
Morgunblaðið fjallaði um málið 11. maí, bæði ítarlega í blaðinu og einnig á vefsíðu sinni: https://www.mbl.is/200milur/frettir/2021/05/11/hafro_birti_rannsoknargogn_an_leyfis/
- Friday, 02 October 2020
Atferli bleikju í Þingvallavatni skráð árið um kring
Jóhannes Sturlaugsson
Ferðir fiska af mörgum tegundum og stofnum er einn af þeim þáttum náttúrunnar sem eðli málsins samkvæmt hefur lengst af verið mönnum hulinn í smáatriðum. Með tilkomu rafeindafiskmerkja hafa opnast ýmsir möguleikar til að afla ítarlegra upplýsinga um hegðun og umhverfi (atferlisvistfræði) fiska, jafnvel svo árum skiptir. Undangengin 22 ár hef ég árlega rannsakað atferlisvistfræði urriða í Þingvallavatni með rafeindafiskmerkjum. Jafnvel þó svo að ég hafi lítillega notað rafeindafiskmerki til að skoða hegðun bleikju í Þingvallavatni á árum áður (2007-2008), þá var það ekki fyrr en sumarið 2018 sem ég notaði þá tækni til að afla samfelldra atferlisgagna um bleikjurnar árið um kring í Þingvallavatni. Í þeirri vöktun minni á hegðun bleikjanna þá eru rafeindafiskmerki af gerð hljóðsendimerkja grundvöllur gagnasöfnunarinnar, sem og tilheyrandi síritandi skráningastöðvar sem starfræktar eru vítt og breitt um Þingvallavatn. Þannig gefst færi á að kortleggja landfræðilega staðsetningu bleikjanna árið um kring, annað atferli þeirra (fiskdýpi) og vatnshitann sem þær upplifa. Slíkar upplýsingar eru einnig skráðar fyrir þá urriða sem vaktaðir eru með sama hætti.
Ég hef nú þegar merkt með hljóðsendimerkjum 17 bleikjur af þremur svipgerðum. Þar er um að ræða murtu, kuðungableikju, og ránbleikju, en dvergbleikjan sem stendur fyrir fjórðu svipgerð bleikjanna í Þingavallavatni hefur enn ekki komið við sögu rannsóknarinnar. Rannsókn þessi hefur skilað um 200 þúsund skráningum frá ferðum bleikjanna, yfir tímabilið frá sumrinu 2018 þar til gögnum var síðast hlaðið niður sumarið 2020.
Rannsóknin hefur þegar leitt í ljós að hluti fiskanna sem fylgt var eftir, allt frá murtum sem voru í kringum 20 cm að lengd til stórvaxinna bleikja, áttu það til að nýta sér öll helstu svæði Þingvallavatns á innan við einu ári. En jafnframt voru dæmi um það að bleikjur héldu sig á vissum svæðum vatnsins árið um kring. Landfræðilegu upplýsingarnar yfir dvalarstaði bleikjanna gefa færi á að afmarka hrygningarsvæði þeirra, vetursetusvæði og svæðin sem ætisgöngurnar taka til.
Úr hópi bleikjanna má nefna fróðlegar upplýsingar frá tæplega tveggja ára röð skráninga á ferðum stærstu bleikjunnar, sem var 15 ára og 62 cm löng þegar hún veiddist sumarið 2020. Sá fiskur dvaldi víða í syðri hluta vatnsins þar sem hann var merktur og fór einnig um miðbik vatnsins en gekk aldrei í nyrsta hluta Þingvallavatns. Skráningar þess fisks sýndu fróðlega vanafestu í ferðum fisksins m.t.t. árstíma þessi 2 ár.
Hitamælingarnar sem bleikjurnar framkvæmdu á ferðalögum sínum sýndu ennfremur að þegar kaldur faðmur vetrarins umvefur undirdjúp Þingvallavatns, þá áttu bleikjurnar það til að dvelja á svæðum þar sem yls naut við vegna innstreymis volgra linda undan Nesjahrauninu.
Þegar litið er til atferlis murtunnar þá hefur rannsóknin ekki einungis gefið nýja innsýn í hvernig sá smái og knái fiskur fer vítt og breitt um vatnið með hliðsjón af árstíma, heldur einnig skilað sérlega fróðlegum upplýsingum um á hvaða dýpi murtan heldur sig á hverjum tíma; allt frá yfirborði og niður á 100 metra eða meira á dýpstu svæðum Þingvallavatns.
Bleikjan í Þingvallavatni hefur lengi vakið forvitni þeirra sem rannsakað hafa fiska í ferskvatni hérlendis. Sporgöngumaður íslenskra fiskirannsókna, Bjarni Sæmundsson rannsakaði bleikjuna í Þingvallavatni í lok 19. aldar og í upphafi 20. aldar. Þá setti Bjarni fram upplýsingar um þessar 4 svipgerðir bleikja á grunni þeirra nafngifta sem bændur við vatnið notuðu á þeim tíma til aðgreiningar á þeim. Bleikjan í Þingvallavatni var síðan rannsökuð ítarlega á margvíslegan máta þegar kom fram á 20. öldina og góða samantekt um þær rannsóknir er að finna í bókinni Þingvallavatn - undraheimur í mótun (2002), sem Pétur M. Jónasson og Páll Hersteinsson ritstýrðu (sjá kaflann Bleikjan: Sigurður S. Snorrason o.fl.). Það er síðan sumarið 2018 sem nýr kafli hófst í rannsóknum á bleikjunni í Þingvallavatni með umræddri vöktun minni í Þingvallavatni árið um kring á atferlisvistfræði bleikja af mismunandi svipgerðum.
Rannsókn mín á atferlisvistfræði bleikju í Þingvallavatni kallast á við atferlisrannsóknir mínar á urriðanum í Þingvallavatni. Gögnin sem rannsóknin skilar gera í senn kleift að kortleggja meginmynstrið í árstíðabundinni hegðun bleikja af mismunandi svipgerðum, en um leið þann breytileika sem fyrirfinnst í hegðun einstaklinganna. Skráningar árið um kring í Þingvallavatni er sýna dvalarsvæði bleikja, aðra hegðun þeirra og vatnshitann sem þær upplifa, voru framkvæmdar á sömu svæðum á sama tíma á sama hátt fyrir urriða af 3 stofnum (Öxará, Ölfusvatnsá og Útfalli). Þessi samhliða skráning á atferlisvistfræði bleikja af mismunandi svipgerðum og fyrir urriða af mismunandi stofnum, er gott dæmi um hvernig auka megi gagnsemi atferlisrannsókna á fiskum. Sem hér er gert með því að beita skilvirkri nútímatækni í rannsóknum til að framkvæma ítarlegar og hagnýtar atferlisrannsóknir á fiskum yfir víðfeðm svæði, þar sem landfræðileg útbreiðsla er kortlögð jafnhliða. Rannsókn sem gerir kleift að safna samtímis upplýsingum um mismunandi fisktegundir, fiskistofna og svipgerðir fiska, auk þess sem skoða má hegðun fiskanna nánar út frá stærð þeirra, lífsstigi, kyni og kynþroskaástandi. Rannsóknin vitnar jafnframt um þá spennandi möguleika sem felast í því að skrá samhliða upplýsingar um afræningja og bráð hans, líkt og tilfellið er í rannsókn minni á stórurriðanum og helstu bráð hans murtunni.
Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um rannsóknina í fréttum þann 2. október 2020.
- Sunday, 19 January 2020
Oldest brown trout in Lake Thingvallavatn 19 years old 2019
Johannes Sturlaugsson
Picture shows a male brown trout in river Oxara
During my annual monitoring of the brown trout in Lake Thingvallavatn for roughly 20 years, I have experienced many significant changes. For example, the brown trout stocks has expanded enormously during that period. In 1999 the number of spawners participating in spawning in the rivers were within 100, but last autumn they were around 3000. Also, the numbers of inactive spawners taking a break from spawning 2019, were estimated around 1000. So the total numbers of spawners in 2019 were around 4000, when considering the number of both the active and the inactive spawners. In addition to the spawners, there are all the thousands of immature brown trout in the lake. These piscivorous brown trout stocks of Lake Thingvallavatn are characterized by longevity, late maturation and hence a large body size. An immature fish can e.g. exceed 10 kg in body weight. The largest brown trout in my studies according to weight was a female that weighed 12,7 kg, but the longest one was 111 cm long old and skinny male. The brown trout of stocks of Lake Thingvallavatn and some other brown trout stocks from other lakes also located in higher areas inland are often called Iceage brown trout in Iceland (ice. ísaldarurriði), for they were landlocked after the land rose following the last iceage. The features of the brown trout stocks in Lake Thingvallavatn are the same as of the ferox trout stocks in Scotland, Ireland and also Britain.
Studies show drastic increase in size of stocks in Lake Thingvallavatn
As my studies on the brown trout in Lake Thingvallavatn show, there has been a drastic increase in the size of the stocks, especially during the last decade. Parallel to this is the increased number of larger fish and older fish observed. In the autumn 2019 I captured many old-timers in river Oxara during my research fishing at the spawning grounds. Whereof the oldest being 19 years old, which is the highest known age of a brown trout in Lake Thingvallavatn. Among these oldest fish at the spawning grounds was one that had participated for 8 years in the spawning, but had also taken a year break from spawning in between, so his total period of spawning participation did cover 12 years. Due to these characteristics of the brown trout in Lake Thingvallavatn, some fish have been captured many times. In some cases the fish was captured, both in the lake itself as well as at the spawning grounds in the rivers. One example of this is a brown trout I managed to recapture for 8 years in a row, when the fish entered the spawning grounds of the river.
- Tuesday, 16 July 2019
Laxgengd og veiði í Elliðaánum
- staðan 2019 í ljósi áranna 2011-2018
Jóhannes Sturlaugsson
Stangveiðimenn velta sem fyrr vöngum yfir veiðinni í ánum okkar sem víðast hefur verið dræm framan af þetta árið. Sá er þetta ritar er nú að vakta fiskistofna í vatnakerfi Elliðaánna 9. árið í röð fyrir hönd rannsóknafyrirtækis síns Laxfiska og finnst við hæfi að setja fram gögn yfir laxgengd í Elliðaánum þau ár (2011-2019) til samanburðar. Slík stöðluð árleg vöktun á Elliðaánum hefur verið samfelld í 32 ár, en fyrstu 23 árin sinnti Veiðimálastofnun henni. Ekki þarf að fjölyrða um gagnsemi þess að til séu slík langtímagögn og benda má á að Elliðaárnar eru meðal annars notaðar sem einkennisá til viðmiðunar fyrir laxveiðiár á nærliggjandi svæðum landsins. Þannig er til að mynda stuðst við árleg gögn yfir stærð gönguseiðastofns laxins í vatnakerfi Elliðaánna og staðfesta lifun þeirra laxa yfir sjávardvölina. Slík langtíma vöktunargögn gefa færi á að ráða í stofnstærðarsveiflur sem stangveiðimenn þekkja svo vel frá veiðum sínum á laxi, sveiflur sem ráðast í senn af áhrifaþáttum í ferskvatni og í sjó.
Í ljósi umræðunnar um veiði þessa árs þá er fróðlegt að líta á það hvernig laxgengdin þetta árið í Elliðaánum lítur út miðað við árin 2011-2018. Heildarganga laxa í Elliðaárnar er skráð með nákvæmum hætti árlega, annarsvegar út frá kvikmyndafiskteljara sem er örstuttan spöl frá sjávarósi og hinsvegar út frá stangveiði á laxi sem er landað neðan þess kvikmyndafiskteljara. Hér set ég fram nokkur gröf sem sýna laxgengdina til og með 14. júlí frá 2011-2019. Þar er sýndur fjöldi laxa sem laxagangan samanstendur af þessi ár yfir nefnda byrjun göngunnar. Bæði út frá fjölda laxa sem luku á því tímabili göngu upp fiskteljarann undan rafstöðvarhúsinu í Elliðaárdalnum og út frá fjölda laxa sem var landað neðan fiskteljarans á því timabili. Þau gögn sýna að heildarganga laxins á þessum fyrstu 25 dögum veiðitímabilsins í Elliðaánum er töluvert breytileg á milli ára. Um leið sýnir þessi samanburður að laxgengdin í Elliðaárnar á þessum 9 árum hefur í tvígang verið slakari en nú er þegar komið var fram í miðjan júlí (2014 og 2015) og veiðin á sama tímapunkti var einnig slakari 2014 en sambærileg 2015 við það sem nú er. Á meðal myndanna sem sýna samanburð á laxgengd í Elliðaánum á milli ára er mynd sem sýnir hve stórt hlutfall af árlegri göngu laxa í Elliðaárnar hefur verið komið í árnar 14. júlí, í samanburði við það sem gekk í árnar síðar að sumrinu. Nokkuð sem er fróðlegt að skoða þegar menn velta fyrir sér hver heildarlaxgengdin verði þetta árið í Elliðaánum og framhaldið á gangi veiðinnar sem laxgengdin stýrir að miklu leyti.
Vegna þess hve veiðin í Elliðaánum hefur verið góð framan af þegar litið er til annarra laxveiðiáa, þá fannst mér við hæfi að sýna tölfræðina að baki þeirri laxveiði hér í höfuðstaðnum. Því set ég fram graf sem sýnir þær 9 veiðiár sem eru með besta laxveiði að meðaltali á hvern stangardag 2019 fram til 10. júlí. Þau gögn byggja á gögnum frá Landsambandi Veiðifélaga og taka tillit til fjölda þeirra stanga sem standa að baki veiðinni fyrir hverja viku frá upphafi veiðitíma í þeim ám. Gögnin sýndu að Elliðaárnar voru 10. júlí síðastliðinn með þriðju bestu veiðina á landsvísu þegar litið er til veiðinnar með hliðsjón af þeim stangardögum er að baki veiðinni stóðu. Hvað heildarveiðina á laxi varðaði þá var veiðin í Elliðaánum í því efni á sama tíma í 6. sæti yfir landið. Nú fer næsta vikusamantekt Landssambands Veiðifélaga yfir laxveiðina að birtast, sem Björn Theódórsson setur tryggilega fram að venju. Þá hefur veiðin vissulega aukist í þeim ám sem hér er fjallað um miðað við 10. júlí, þar með talið í Elliðaánum - en síðla dags 16. júlí var búið að veiða 219 laxa í Elliðaánum og á sama tíma höfðu rétt tæplega 700 laxar gengið upp teljarann.
Myndin sem ég birti hér sýnir árlega laxveiði í Elliðaánum síðustu 20 árin. Það er ánægjulegt að sjá hvað laxveiðin í Elliðaánum hefur að jafnaði verið góð síðasta áratug. Þetta er ekki síst gleðilegt í ljósi þess að á þeim tíma eru Elliðaárnar sjálfbærar, því laxaseiðum var síðast sleppt 2007 og laxar frá slíkum sleppingum koma því ekki við sögu veiðanna frá og með 2010.
Síðasta myndin sem ég birti hér (bætt inn 18/7) sýnir stærð hrygningarstofns Elliðaánna. Kvótasetning laxveiðinnar í Elliðaánum (2 laxar á vakt sem má landa en stunda má veiða og sleppa því til viðbótar) er sérlega mikilvæg forsenda þess að tekist hefur að tryggja góðan hrygningarstofn í Elliðaánum.