Urriðadansinn - árleg fræðsluganga á Þingvöllum
Þingvallaþjóðgarður hefur í samvinnu við Laxfiska boðið nokkur undanfarin haust upp á fræðslugöngu um Þingvallaurriðann. Gestum er boðið að ganga um bakka Öxará og hlýða á fróðleik um þennan mikilfenglega konung Þingvallavatns auk þess sem valdir urriðar eru sýndir.
Um 260 gestir hlýddu á fræðsluerindi um Þingvallaurriðann á Urriðadansinum 9. okt. 2010.