Hnísur inni í Jökulsárlóni

Loðnan lokkar og laðar

Laxfiskar voru við fiskirannsóknir í  Jökulsárlóni fyrr í þessum júnímánuði þegar hvalir gerðu sig heimakomna. Þarna var á ferðinni okkar smæsti hvalur hnísan. Eftir því sem næst verður komist hafa hnísur ekki fyrr sést hérlendis svo langt inn í landi. Um var að ræða tvær hnísur sem virtust vera að graðka í sig loðnu sem þarna var líkt og fiskar á sömu slóð sem urðu uppvísir að því að éta loðnu þarna sama daginn. 

Kynjamyndir í yfirborðinu

Ferðir hnísanna upp og niður fyrir yfirborð lónsins tók á sig ýmsar myndir og í fjarlægð var á köflum vel hægt að ímynda sér að þar færi skrímsli sem skyti kryppu upp úr yfirborðinu annað slagið.

Áður en hnísurnar tvær héldu á brott gafst ráðrúm til að mynda þær og hér birtum við ljósmyndir og kvikmyndaskeið af þessum fallegu félögum í stórbrotnu umhverfi Jökulsárlóns og Vatnajökuls.

         Hnisur_i_Jokulsarloni-Harbour_porpoise_Phocoena_phocoena_in_Glacier_Lagoon_Iceland-www.laxfiskar-Jun.2014-Johannes_Sturlaugsson-1web


         Hnisur_i_Jokulsarloni-Harbour_porpoise_Phocoena_phocoena_in_Glacier_Lagoon_Iceland-www.laxfiskar.is-Jun.2014-Johannes_Sturlaugsson-2web                 

   Hnísur í Jökulsárlóni 

 

                     

   Kvikmynd af hnísum í Jökulsárlóni

 


Skýrslur

 

 

  Laxfiskar ehf  

  Hraðastöðum 1

  271 Mosfellsbæ

 

  Netfang: johannes@laxfiskar.is

  Sími: 664 7080