Fiskislóðin fékk viðurkenningu á Sjávarútvegsráðstefnunni 2013 

Nýsköpunarhugmynd Jóhannesar Sturlaugssonar hjá Laxfiskum um fiskleitarþjónustu sem væri þróuð til að auka afrakstur fiskveiða og fiskirannsókna fékk þriðju verðlaun á ársfundi Sjávarútvegsráðstefnunnar 21.-22. nóvember 2013.  Samkeppnin ber nafnið „Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar“ og þar eru metnar raunhæfar framsæknar og frumlegar hugmyndir sem taldar eru líklegar til að efla íslenskan sjávarútveg.

Fiskislóðin er vinnuheitið á umræddri fiskleitarþjónustu sem byggir á því að notfæra sér nýja fjarkönnunarmöguleika til að vakta göngur nytjafiska „í beinni“  um gervitungl.  Þjónustan felur sér að þróað sé kerfi þar sem merkingar á fiskum með gervitunglamerkjum og miðlun upplýsinga um ferðir þeirra fiska geri útgerðaraaðilum kleift að auka afrakstur fiskveiða og rannsóknaraðilum kleift að auka afrakstur fiskirannsókna.

Fiskislóðin var kynnt sérstaklega á Sjávarútvegsráðstefnunni 2013 og skjávarpahluta þeirrar kynningar má finna hér

Samantekt á helstu eiginleikum og gagnsemi fyrirhugaðrar þjónustu sem lá til grundvallar mati dómnefndar Sjávarútvegsráðstefnunnar á hugmyndinni er að finna hér

         sjavarutvegsradstefnan - verdlaunahafar framurstefnuhugmyndasamkeppni 2013Myndin sýnir þá sem hlutu viðurkenningar Sjávarútvegsráðstefnunnar 2013 fyrir framúrstefnuhugmyndir.  Á myndinni eru talið frá vinstri Hjálmar Sigurþórsson framkvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu Tryggingamiðstöðvarinnar sem veitti viðurkenningarnar, Jóhannes Sturlaugsson Laxfiskum, Kai Logeman Háskóla Íslands, Sigmar Guðbjörnsson Stjörnu-Odda og Guðrún Marteinsdóttir Háskóla Íslands.  Sigmar Guðbjörnsson fékk 1. verðlaun fyrir hugmynd að fiskflokkunarbúnaði fyrir botnvörpur, 2. verðlaun fengu Guðrún Marteinsdóttir og Kai Logemann við Háskóla Íslands fyrir hugmynd að upplýsingakerfi fyrir sæfarendur og Jóhannes Sturlaugsson 3. verðlaun fyrir hugmynd að fiskleitarþjónustu fyrir útgerðar- og rannsóknaraðila.

Umfjöllun um framúrstefnuhugmyndir Sjávarútvegsráðstefnunnar 2013 má finna á vefsíðu ráðstefnunnar hér og í ráðstefnuheftinu þar sem fjallað er um 7 áhugaverðustu hugmyndirnar, sjá hér 

Skýrslur

 

 

  Laxfiskar ehf  

  Hraðastöðum 1

  271 Mosfellsbæ

 

  Netfang: johannes@laxfiskar.is

  Sími: 664 7080