Ný skýrsla um þorskrannsóknir    

Áfangaskýrsla um kortlagningu á gönguleiðum þorsks með gervitunglamerkjum er komin út

Í desember 2012 voru birtar í skýrslu fyrstu niðurstöður rannsóknar Laxfiska á þorski með gervitunglafiskmerkjum frá merkingum vorið 2012. Við erum stoltir af því frumkvöðlastarfi sem fólst í því að hefja þorskrannsóknir á veraldarvísu með þessari tækni og sérlega ánægðir með útkomuna. Tæknilega gekk verkefnið upp því öll átta merkin skiluðu af sér upplýsingum um ferðir þorskanna um gervitungl. Landfræðilegra upplýsinga um ferðir þorskanna er aflað án þess að þörf sé á að endurveiða þá til að endurheimta rafeindafiskmerki þeirra. Það að upplýsingaöflunin sé ekki veiðiháð gerir meðal annars kleift að afla upplýsinga um ferðir fiskanna utan hefðbundinna veiðisvæða og um um afdrif þorska sem enda ævina í maga afræningja líkt og þorskurinn Jónas í hvalnum var dæmi um.  Laxfiskar vinna nú að því að útfæra og fjármagna framhald þessara rannsókna.

PSAT Tags Pop-Up for Cod 1-7 Icelandic research Laxfiskar 2012

Skýrslan er á eftirfarandi slóð: Kortlagning á gönguleiðum þorsks

 

Skýrslur

 

 

  Laxfiskar ehf  

  Hraðastöðum 1

  271 Mosfellsbæ

 

  Netfang: johannes@laxfiskar.is

  Sími: 664 7080