Hvalur gleypti þorsk með gervitunglamerki

Merkið skráði ætishegðun hvalsins í mánuðCod and spermwhale diving pattern Iceland cod project Copyright laxfiskar.is

Gögn frá einu af gervitunglamerkjunum sem rannsóknafyrirtækið Laxfiskar festi á þorska í apríl s.l. sýndu að þegar þorskurinn hafði borið merkið í tæpa fimm mánuði var hann étinn af hvali (búrhvali). Merkið var í hvalnum í rúman mánuð þar til hann skilaði því frá sér og það flaut upp á yfirborðið. Nokkrum dögum seinna hófust svo sendingar frá merkinu upp í gervitungl, samkvæmt áætlun.

Merkið hafði safnað gögnum samfellt allan tímann síðan það var sett á þorskinn um vorið þar með talið á meðan það var í hvalnum. Það gefur einstakar upplýsingar um hegðun hvalsins yfir þennan mánaðartíma.

cod_and_spermwhale_diving_pattern_iceland_cod_project-copyright_laxfiskar.is

 

 

  Laxfiskar ehf  

  Hraðastöðum 1

  271 Mosfellsbæ

 

  SENDIÐ OKKUR SKILABOÐ

  Netfang: laxfiskar@laxfiskar.is

  Sími: 664 7080