Gervitunglamerki sýna ferðir íslenskra þorska

Þorskurx Alternate -Pop-up satellite tag 2012 Iceland Cod Project Copyright Laxfiskar.is -17

Rannsóknafyrirtækið Laxfiskar og samstarfsaðilar hafa tekið í notkun nýja tækni sem gerir kleift að fylgjast með ferðum þorska. Tæknin byggir á fiskmerkjum sem senda upplýsingar um ferðir fiskanna um gervitungl. Þannig fást gögn um hegðun og umhverfi fiskanna án þess að endurveiða fiskana sem er nýjung í þorskrannsóknum. Slík gögn gefa meðal annars nákvæmar landfræðilegar upplýsingar um ferðir þorsksins utan veiðisvæða.

Fyrstu niðurstöður rannsókna sem hófust í vor lofa góðu. Vænir hrygningarfiskar sem merktir voru í Faxaflóa hafa m.a. komið fram bæði sunnan við land og norðan, allt að 600 km frá merkingarstaðnum.

Fundur til kynningar á rannsókninni og niðurstöðum frá rannsóknum á ýsu og steinbíti í Hvalfirði verður haldinn þriðjudaginn 6. nóvember kl. 15.00, í Víkinni – Sjóminjasafninu, Grandagarði 8 á 1.hæð og er öllum opinn.
Pop-up_2012_Iceland_Cod_Project-Copyright_Laxfiskar.is-16

 

 

 

Laxfiskar hafa að stórum hluta byggt starfsemi sína á því að sinna framsæknum rannsóknum þar sem nýjustu tækni er beitt eftir föngum.

Laxfiskar voru stofnaðir 2003 og fyrstu árin voru ferskvatnsfiskar í ám, vötnum og sjó okkar aðalviðfangsefni en árið 2009 byrjuðum við fyrir alvöru að rannsaka sjávarfiska. Það ár hófum við rannsóknir á ýsu í Hvalfirði, síðan á steinbíti 2010 og vorið 2012 á farleiðum þorskins með notkun gervitunglafiskmerkja. Rannsóknir þessar á sjávarfiskum voru í öllum tilfellum gerlegar vegna styrkja sem Laxfiskar fengu frá Verkefnasjóði sjávarútvegsins. 

 

Þorskrannsóknirnar eru samstarfsverkefni Laxfiska og útgerðar Gísla KÓ-10

Forsagan að þessum þorskrannsóknum er sú að við innleiddum þessa rannsóknatækni hér við land 2011 þegar við hófum rannsóknir á ferðum íslenskra laxa í úthafinu með gervitunglafiskmerkjum. Þær rannsóknir voru unnar í samstarfi við rannsóknaaðila í Noregi o.fl. löndum sem framkvæmdu samskonar merkingar í sínum heimalöndum. Þessar rannsóknir voru kynntar í fréttaþættinum Kastljósi 3. janúar 2012 og greindu meðal annars frá ferðalagi lax sem fór á ætisgöngu sinni djúpt suður undan suðurodda Grænlands og skilaði mæligögnum frá tæplega þrjú þúsund kílómetra ferð. Í ljósi þeirrar reynslu sem þarna fékkst sáum við augljóst sóknarfæri í því að afla hagnýtra upplýsinga um árstíðabundnar ferðir íslenskra þorska með þessari rannsóknaaðferð sem er ekki veiðiháð, þ.e.a.s. upplýsingarnar skila sér hvort sem fiskarnir fara um hefðbundna veiðislóð eður ei. 

 

Gervitunglafiskmerkin eru á ýmsan máta sambærileg við gervitunglamerki sem notuð hafa verið á hvali en gögnin frá gervitunglafiskmerkjunum skila sér hinsvegar á þann hátt að merkin losa sig af fiskunum á fyrirfram ákveðnum tíma og fljóta upp í yfirborð þar sem þau geta fyrst náð sambandi við gervitungl ARGOS gervitunglakerfisins.  Merkin fljóta síðan í yfirborði sjávar og senda á nokkrum sólarhringum mæligögnin frá ferðalagi fisksins, þ.m.t. nákvæma staðarákvörðun þess staðar sem merkið var losað af fiskinum. Um gervitungl berast  þannig mæligögnin yfir fiskdýpi á farleiðinni og sjávarhita og birtumagn hverju sinni. 

 

Fyrstu niðurstöður rannsókna sem hófust í vor lofa góðu. Vænir hrygningarfiskar sem merktir voru í Faxaflóa hafa m.a. komið fram bæði sunnan við land og norðan, allt að 600 km frá merkingarstaðnum.

 

Fiskmerkið safnar gögnum um fiskdýpi (þrýsting), hitastig og birtumagn í umhverfi þorsksins. Á fyrirfram stilltum tíma losnar það frá fiskinum  og flýtur upp á yfirborðið. Þaðan sendir það frá sér upp í gervitungl; fyrst staðsetninguna þar sem það kom upp og síðan gögnin sem það hefur safnað í sig. Frá gervitunglinu eru gögnin svo höluð niður á tölvur hjá okkur.

Pop-up_2012_Iceland_Cod_Project-Copyright_Laxfiskar.is-18 

 

 

 

 

 

Gervitunglafiskmerki

 

 

Pop-up_2012_Iceland_Cod_Project-Copyright_Laxfiskar.is-4               Jóhannes Sturlaugsson og Guðmundur Geirdal skipstjóriPop-up_2012_Iceland_Cod_Project-Copyright_Laxfiskar.is-6                                             

 Pop-up_2012_Iceland_Cod_Project-Copyright_Laxfiskar.is-5Pop-up_2012_Iceland_Cod_Project-Copyright_Laxfiskar.is-7                Pop-up_2012_Iceland_Cod_Project-Copyright_Laxfiskar.is-11Jóhannes og Erlendur Geirdal með 136 cm hrygnu

 Pop-up_2012_Iceland_Cod_Project-Copyright_Laxfiskar.is-13                                             

Pop-up_2012_Iceland_Cod_Project-Copyright_Laxfiskar.is-12Pop-up_2012_Iceland_Cod_Project-Copyright_Laxfiskar.is-8Pop-up_2012_Iceland_Cod_Project-Copyright_Laxfiskar.is-1Snæbjörn Sigurgeirsson háseti á Gísla KÓ-10Pop-up_2012_Iceland_Cod_Project-Copyright_Laxfiskar.is-2            Guðmundur Geirdal skipstjóri á Gísla KÓ-10Pop-up_2012_Iceland_Cod_Project-Copyright_Laxfiskar.is-15Erlendur Geirdal tæknifræðingur hjá LaxfiskumPop-up_2012_Iceland_Cod_Project-Copyright_Laxfiskar.is-3Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur hjá Laxfiskum 

 

 

 

 

 

 

pop-up_2012_iceland_cod_project-copyright_laxfiskar.is-17a

pop-up_2012_iceland_cod_project-copyright_laxfiskar.is-17a

Skýrslur

 

 

  Laxfiskar ehf  

  Hraðastöðum 1

  271 Mosfellsbæ

 

  Netfang: johannes@laxfiskar.is

  Sími: 664 7080